Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Danska, nám og störf í Danmörku
Áfanginn er framhald af DANS 2MM 05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Nemendur eru þjálfaðir í að lesa mismunandi texta sem innihalda algeng orð og orðasambönd.
Nemendur eru þjálfaðir í að beita mismunandi stílbrögðum við ritun texta auk þess að nýta þann orðaforða sem lestextarnir hafa.
Talþjálfun miðar að því að nemendur læri að orða hugsanir sínar skýrt og skilmerkilega í samtölum og frásögnum. Það gera þeir með því að senda reglulega hljóðskrár/vídeóupptökur til kennara.
Í áfanganum fer meðal annars fram kynning á starfs- og menntunarmöguleikum í Danmörku, norrænu samstarfi, umhverfismálum tengdum heimsmarkmiðunum og fréttatengdu efni.
Lesnar verða nokkrar smásögur, horft á danskt sjónvarpsefni frá streymisveitum og farið verður í málfræði þar sem áhersla er lögð á nafnorð og lýsingarorð, forsetningar og önnur smáorð ásamt ýmislegu tilfallandi efni. Nemendur eru þjálfaðir í að afla sér sjálfir viðeigandi gagna af Netinu.
Unnið verður með eftirfarandi efni:
Eftirfarandi markmið eru unnin út frá „Evrópska tungumálarammanum“. Gengið er út frá hinum fimm færniþáttum tungumálakennslu; hlustun, lestri, samræðum, tali og ritun.
Eftir nám í DANS 2NS 05 er markmiðið að nemandi:
Í lok áfangans verður lokapróf sem gildir 75% á móti verkefnum sem gilda 25% og sem unnin eru á önninni. Lokaprófið samanstendur af:
Lágmarkseinkunn á lokaprófi (skriflegt próf ásamt munnlegu- og hlustunarprófi = 75%) verður að vera samanlagt 4,5 svo að vinna annarinnar 25% verði reiknuð með til hækkunar.