DANS3SM05
Danska, samfélag, saga og menning
Áfanginn er framhald af DANS 2NS 05 (eða sambærilegum áfanga).
Áfanginn er kenndur í fjarkennslu (Moodle). Lögð er áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt undir leiðsögn fjarkennara og að þeir geri sér grein fyrir eigin ábyrgð og fylgist með framvindu í námi sínu og geti metið eigin færni skv. Evrópsku tungumálamöppunni. Nemendur lesa og hlusta á texta á vef og vinna að gagnvirkum verkefnum og verkefnum sem skilað er og yfirfarin af kennara. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa náð eftirfarandi hæfni miðað við Evrópsku tungumálamöppuna: Lestur C1, ritun og hlustun B2.
Í lok áfangans skal nemandi hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
- Hvernig ólík viðhorf og gildi móta menninguna í Danmörku og geti tengt þau eigin samfélagi og menningu.
- Menningu Danmerkur s.s. listum, kvikmyndum, bókmenntum og hönnun.
- Orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi.
- Notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins.
Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur stefni að því að hafa vald á eftirtöldum markmiðum evrópska tungumálaviðmiðsins. Markmiðin eru tekin úr markmiðum B2 og C1 í sjálfsmatsramma evrópska tungumálaviðmiðsins:
- Geti skilið flestar fréttir og flesta sjónvarpsþætti með fréttatengdu efni.
- Geti lesið langa og flókna texta og bókmenntaverk.
- Geti lesið sérfræðigreinar og lengri tæknileiðbeiningar með hjálp orðabóka.
- Geti gert grein fyrir skoðunum sínum, bæði munnlega og skriflega.
- Geti skrifað texta, ritgerðir eða skýrslur af tiltekinni lengd og með fjölbreyttum orðaforða og komið upplýsingum á framfæri.
- Geti beitt málnotkunarreglum almennt og nýtt sér hjálpargögn þegar þekkingu hans þrýtur.
- Hafi fengið innsýn í danskt þjóðfélag og menningu.
- Beri í auknum mæli ábyrgð á námi sínu og framförum.
Verkefni úr áfanganum gilda 40% á móti prófinu. Á skriflega lokaprófinu þarf einkunnina 5,0 til að standast áfangann. Prófið er sett upp sem 100% og er samsett þannig:
- Þýðing úr dönsku 30%.
- Skriflegt lokaverkefni 70%.
Námsmat tekur mið af þeirri vinnu sem nemendum er ætlað að inna af hendi samkvæmt námsáætlun og kröfur gerðar í samræmi við það.
- Mat á hlustun: Nemendur hlusta á danskar fréttir eða umfjöllun um ákveðið efni, merkja við, skrifa eftir fyrirmælum eða gera útdrátt.
- Mat á lestri: Formleg próf eða könnun á lesskilningi s.s. krossapróf, eyðufyllingar, spurningar úr ólesnum texta og/eða þýðing.
- Mat á ritun: Þar er metinn orðaforði, flæði, innihald og form ritgerða/útdrátta/endursagna, upphaf og endir.
- Námsefnið á fjarnámsvef Verzlunarskólans.
- Dönsk málfræði (t.d. Sådan siger man eftir Hafdísi Ingvarsdóttur og Kirsten Friðriksdóttur).
- Dansk-íslenska orðabók – Skólaorðabók Máls og menningar.
- Íslensk-dönsk orðabók.