Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Danska, samfélag, saga og menning
Áfanginn er framhald af DANS 2NS 05 (eða sambærilegum áfanga).
Áfanginn er kenndur í fjarkennslu (Moodle). Lögð er áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt undir leiðsögn fjarkennara og að þeir geri sér grein fyrir eigin ábyrgð og fylgist með framvindu í námi sínu og geti metið eigin færni skv. Evrópsku tungumálamöppunni. Nemendur lesa og hlusta á texta á vef og vinna að gagnvirkum verkefnum og verkefnum sem skilað er og yfirfarin af kennara. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa náð eftirfarandi hæfni miðað við Evrópsku tungumálamöppuna: Lestur C1, ritun og hlustun B2.
Í lok áfangans skal nemandi hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur stefni að því að hafa vald á eftirtöldum markmiðum evrópska tungumálaviðmiðsins. Markmiðin eru tekin úr markmiðum B2 og C1 í sjálfsmatsramma evrópska tungumálaviðmiðsins:
Verkefni úr áfanganum gilda 40% á móti prófinu. Á skriflega lokaprófinu þarf einkunnina 5,0 til að standast áfangann. Prófið er sett upp sem 100% og er samsett þannig:
Námsmat tekur mið af þeirri vinnu sem nemendum er ætlað að inna af hendi samkvæmt námsáætlun og kröfur gerðar í samræmi við það.