Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Eðlisfræði daglegs lífs, fyrri hluti
Grunnáfangi í eðlisfræði, áfangi fjallar um aflfræði og ljósfræði. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ . Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Í áfanganum er lagður grunnur að aflfræði með hreyfilögmálum Newtons, varðveislu skriðþungans, eðliseiginleikum efnis og ljósfræði og nánar farið í varðveislu orkunnar en gert var í NÁT 123. Gert er ráð fyrir þessari grunnþekkingu í framhaldsáföngum í eðlisfræði. Í verkefnavinnu áfangans er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúlna. Auk styttri verkefna er lögð áhersla á að nemandinn kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun með verklegum æfingum, kynnist nútímatækni við skráningu og úrvinnslu, riti í verkbók og kunni að skrifa skýrslur um tilraunir. Gert er ráð fyrir að nemandi vinni 3 verklegar æfingar undir leiðsögn kennara en tilhögun ræðst af aðstæðum.
Tregða og kraftur. 1., 2. og 3. lögmál Newtons, heildarkraftur, newton. Þverkraftur, núningskraftur og núningsstuðull. Fjaðurkraftar og lögmál Hookes. Massi og þyngd. Vinna, joule, afl, watt, kílówattstund, hreyfiorka, stöðuorka, varðveisla orkunnar, varmi, nýtni véla, jafngildi massa og orku. Skriðþungi, fjaðrandi og ófjaðrandi árekstrar, atlag, lokað kerfi, varðveisla skriðþunga, bakslag. Ástandsform efnis, vökvi, kristalgrind, eðlismassi, þrýstingur í vökva og lofti, þrýstingseiningar, regla Pascals, flotkraftur, lögmál Arkimedesar, lögmál Poiseuilles, lögmál Bernoullis. Speglun ljóss, ljósbrot, brotstuðull, ljóshraði, lögmál Snells, alspeglun, markhorn, geislagangur, brennivídd, linsuformúlan, samsett linsukerfi (smásjár og sjónaukar), augað, stækkun.
Nemandi: