Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Eðlisfræði, rafmagns- og segulfræði
Áfanginn er framhald af EÐLI 2BY 05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Í námskeiðinu verður fjallað um frumatriði rafmagnsfræði, rafkrafta, rafsvið, rafrásir, segulsvið, span og rafsegulgeislun.
Rafhleðsla, Coulombkrafur, vigursamlagning rafkrafta í tvívídd og þrívídd, rafsvið og punkthleðsla og jafnt rafsvið, rafstöðuorka, rafspenna.
Viðnám, eðlisviðnám, rafstraumur, lögmál Ohms, einfaldar rafrásir, íspenna og pólspenna, lögmál Kirchhoffs og fjölmöskva rásir.
Raforka, rafafl, kílówattstund, flutningur raforku og háspenna, bæjarspenna, jafnstraumur og riðstraumur.
Segulkraftur (Lorentzkraftur) á hleðslu í segulsviði, krossmargfeldi, hægri handar regla, hringhreyfing og spíralhreyfing, rafeindageislar, hraðasía, massagreinir.
Segulsvið umhverfis vír, lögmál Biot-Savarts.
Kraftur á vír í segulsviði.
Spanlögmál Faradeys, lögmál Lenz, raforkuframleiðsla, spanstuðull, spennubreytar.
Nemandi: