Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Almenn efnafræði
Grunnáfangi í efnafræði. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ . Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Í efn103 er farið í grundvallaratriði efnafræðinnar, svo sem lotukerfið, atóm, efnasambönd og helstu gerðir efnahvarfa. Einnig er nemendum veitt þjálfun í grundvallarreikniaðferðum sem notaðar eru í efnafræðinni. Einnig er fjallað um sérhæfðari efni, svo sem eðlislögmál lofts, efnaorku, og atómsvigrúm.
Frumefnin, lotukerfið, atómið, málmar, málmleysingjar og eðallofttegundir, atómmassi, mól og mólmassi. Efnatengi: sameindatengi, jónatengi og málmtengi, eðallofttegundir, gildisrafeindir og átturegla. Efnahvörf, stilling efnajafna, flokkar efnahvarfa. Útreikningar byggðir á efnahvörfum, vatn og vatnslausnir, felling og massamælingar, sýru-basa títrun. Efni í loftham: loftþrýstingur, eðlislögmál lofts, ástandsjafna lofts, efnahvörf og rúmmál lofttegunda. Efnaorka: inn- og útvermin efnahvörf, varmamælingar, varmajöfnur, myndunarvarmi, ritun varmajafna, vötnunarorka og lögmál Hess. Atóm og skammtafræði: litróf, rafsegulbylgjur, orkuskammtar og ljóseindir. Línulitróf, orkuþrep atóma, skammtatölur, lögun og lega svigrúma. Lotubundnir eiginleikar frumefna: lotubundin rafeindaskipan, svigrúmahýsing, regla Hunds, rafeindaskipan jóna
Meginmarkmið áfangans er að veita góða undirstöðuþekkingu í almennri efnafræði og búa nemendur undir nám í raungreinum á háskólastigi