EFNA3LT05

Efnafræði, lögun sameinda og tengi

Áfanginn er framhald af EFNA 2AE 05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í  skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Hraði efnahvarfa: framvinda efnahvarfa, árekstrakenningin, þættir sem hafa áhrif á hraða efnahvarfa, gangur efnahvarfa. Lotubundnir eiginleikar frumefna: lotubundin rafeindaskipan og svigrúmahýsing, rafeindaskipan jóna. Lögun, svigrúma og skautun sameinda, sameindalíkön, VSEPR byggingar, skautun tengja, blönduð einkenni tengja. Vökvar og föst efni: jónaefni og málmar, bræðslu- og suðumark sameinda, vetnistengi og van der Waalstengi, yfirborðsspenna og seigja vökva, eiginleikar vatns, föst efni (jóna-, sameinda- og málmkristallar, stórsameindir og myndlaus efni) og hamskipti.

Að kynna nemendum undirstöðuatriði efnafræði sem þátt í heimsmynd nútímans og veita grunnþekkingu fyrir frekara nám á háskólastigi.

  • General Chemistry (7.útgáfa) eftir Raymond Chang. Bókin fæst í bókabúð Eymundssonar í Kringlunni suður og númer hennar er EYM9780071267014. Athugið að hægt er að kaupa bókina á rafrænu formi á netinu.
  • Viðbótarefni á skólanetinu.