Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Harry Potter
Í þessum áfanga er fjallað um bækur og kvikmyndir J.K. Rowling um Harry Potter. Farið verður yfir valdar bækur og unnin verkefni úr þeim og horft á allar kvikmyndirnar. Bækurnar verða bornar saman við kvikmyndirnar og fleiri afleidd verk. Lesnar greinar sem ítarefni. Mikil áhersla verður á ritun og skapandi þátttöku nemenda. Öll vinna í námskeiðinu fer fram á ensku.
Námsmat er byggt á bæði formlegum og skapandi verkefnum, ritgerðum og frjálsari stuttum textum. Unnið er skriflegt lokaverkefni þar sem nemendur hafa nokkuð frelsi með efnistök og úrvinnslu. Verkefni unnin á önn gilda 80% og lokaverkefni gildir 20%. Áfanginn verður próflaus.
Harry Potter bækurnar og kvikmyndir, auk myndbanda og stuttra greina á vef námskeiðsins.