Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Menning enskumælandi landa
Áfanginn er kenndur á viðskipta- og nýsköpunar- og listabrautum. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Nemendur fá innsýn í menningu og samfélag í enskumælandi löndum. Þeir lesa skáldsögu, smásögur og greinar auk þess sem þeir horfa á kvikmyndir og afla sér efnis á netinu. Námið miðar að því að nemendur bæti við orðaforða sinn og málskilning og þjálfist í ritun. Nemendur eru þjálfaðir í að tjá sig á gagnrýnan hátt. Þeir skrifa rannsóknarritgerð og vinna skapandi verkefni úr skáldsögu og kvikmyndum. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, sköpun og frumkvæði nemenda í áfanganum.