ENSK3NV05

Enska, náttúruvísindaenska

Áfangi (ENSK 3NV 05) er á þriðja þrepi og framhald af ENSK 2OM 05 og ENSK 2MV 05 eða sambærilegum áföngum. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Námið miðar að því að nemendur auki færni sína í enskri tungu og bæti bæði vísindaorðaforða og almennan orðaforða svo og málskilning. Nemendur eru þjálfaðir í ritun með ýmsum verkefnum sem tengjast vísindum. Einnig eru nemendur þjálfaðir í töluðu máli, þ.e. að tjá skoðanir sínar og að flytja formlegan fyrirlestur.

Að nemendur:

  • Geti lesið sér til gagns fræðilegar greinar um efni tengd vísindum.
  • Skilji talað mál sem fjallar um vísindi, til dæmis fyrirlestra.
  • Geti tjáð sig munnlega, bæði formlega og óformlega, um efni sem tengjast vísindum sem þeir hafa kynnt sér og undirbúið.
  • Geti skrifað ýmiss konar texta sem tengjast vísindum, meðal annars útdrætti og samantektir.
  • Geti þýtt texta sem fjalla um vísindaleg efni.

Nemendur fá senda verklýsingu í Moodle vikulega.

  • Afstaða til álitamála í vísindum 20%.
  • Áhugasviðsverkefni 20%.
  • Skriflegt próf í lok áfanga 40%.
  • Kvikmyndaverkefni 20%.