FÉLA2KE05

Félagsfræði, kenningar

Í þessum áfanga er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar, s.s. Comte, Durkheim, Weber og Marx og kynntar helstu kenningar greinarinnar. Farið verður í nokkrar þekktar rannsóknir í félagsfræðum. Einnig verða nemendur þjálfaðir í að skoða samfélagið með félagsfræðilegu innsæi.

Nemendur læra um félagslega lagskiptingu, frávik, fjölmiðla og áhrif þeirra, enn fremur kynhlutverk, og skoða þessi viðfangsefni í ljósi ólíkra félagsfræðikenninga.

Nemendur

  • Kunni skil á helstu frumkvöðlum félagsfræðinnar og kenningum þeirra.
  • Geti beitt félagsfræðilegu innsæi til að skoða samfélagið.
  • Kunni skil á hugtökum á borð við félagslegri lagskiptingu, táknrænum samskiptum, frávikum, kynhlutverkum o.s.frv.
  • Þjálfist í notkun fræðilegra vinnubragða.

  • Lokapróf 70%.
  • Verkefni 30%.

  • Garðar Gíslason: Félagsfræði 2. Kenningar og samfélag. Mál og menning, Reykjavík, 2007.