Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Stærðfræði, upprifjun á námsefni grunnskólans.
Vefur opinn öllum án endurgjalds og ekkert námsmat fer fram í tengslum við áfangann.
Verzlunarskólinn býður upp á rafrænt námsefni sem getur nýst 10. bekkingum. Efnið tekur á ýmsum þáttum stærðfræði grunnskóla og hentar þeim sem eru að þjálfa sig fyrir samræmt próf.
Námsefnið er í formi myndskeiða (video) þar sem horft er á útskýringar kennarans. Inn á milli eru verkefni sem nemandinn þarf að reikna og fara yfir með því að horfa á útreikninga og hlusta á skýringar kennarans á töflu. Í námsefninu eru einnig „dæmablöð“ sem hægt er að prenta út og spreyta sig á áður en horft er á tilsvarandi myndskeið.
Slóðin er https://kennsluvefurstaerdfraedi.wordpress.com/
Öllum er frjálst að nýta sér þetta námsefni.