Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Franska, byrjendaáfangi
Grunnáfangi. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Á fyrstu önn er megináherslan lögð á að kenna nemendum undirstöðuatriði tungumálsins, grunnorðaforða þess og framburð. Miklu máli skiptir að æfa strax í upphafi jafnt tal, hlustun, ritun og lestur. Áhersla er lögð á framburð studdan hlustun, þar sem mikilvægt er að nemendur temji sér góðan framburð strax í byrjun frönskunáms. Farið er í helstu málfræðiatriði og gerðar eru munnlegar og skriflegar æfingar. Áhersla er lögð á hlustun og að nemendur geti skilið talað mál og svarað sjálfir einföldum spurningum. Unnið er með einfalda texta af mismunandi gerð, svo sem samtöl, stutta texta og ljóð. Nemendur eru æfðir í að tala og skrifa um sjálfa sig, fjölskyldu sína, vini, áhugamál og nánasta umhverfi sitt. Nemendur verði látnir nýta Netið við upplýsingaleit. Nemendum er vísað á orðabók.
Að nemendur: