FRUM3FS05 og HÖNN3NF05

Frumkvöðlafræði/nýsköpun og fyrirtækjasmiðja

Undanfarar áfangans eru BÓKF 1BR 05, HAGF 1ÞF 05, eða sambærilegir áfangar. Þá er einnig æskilegt að nemendur hafi lokið rekstarhagfræðiáfanga á viðskipta- eða hagfræðilínu. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfanginn er lokaáfangi á viðskiptabraut. Í áfanganum búa nemendur til viðskiptaáætlun og fara í gegnum það ferli sem krefst þegar stofnað er fyrirtæki. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur nýti sér þá þekkingu sem þeir hafa öðlast í fyrri áföngum viðskiptabrautar. Áfanginn er verkefnaáfangi með engu lokaprófi.

Allt námsefni er á netinu.