HAGF2AH05

Alþjóðahagfræði

Áfanginn er framhald af HAGF 1ÞF 05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

  • Nemendur öðlist dýpri skilning á grundvallarhugtökum og kenningum í þjóðhagfræði, sérstaklega alþjóðahagfræði.
  • Nemendur verði betur læsir á málefni sem tengjast hagfræði og efnahagsmálum almennt.
  • Alþjóðlegar stofnanir og samtök eru skoðuð einkum í ljósi þeirra áhrifa sem þau hafa á íslenskt atvinnulíf.
  • Nemendur læri að finna upplýsingar um íslenskt og erlent efnahagslíf og efnahagsmál.

  • Lokapróf 90%.
  • Skyndipróf 10%.

Nemendur fá hluta námsefnis afhent í kennslukerfi.  Notaðir verða kaflar úr bókinni Economics eftir Mankiw og Taylor.

Nemendur finna einnig sjálfir það námsefni sem fjallað er um á hverjum tíma með hjálp blaða, tímarita og vefsins.

Í þessum áfanga verða skoðuð málefni sem tengjast hagfræði með áherslu á alþjóðleg viðfangsefni. Áfanginn er í mótun og engin kennslubók er fáanleg á íslensku. Lesefnið verða því greinar og annars konar efni sem fellur að viðfangsefnum áfangans. Lögð verður áhersla á málefni líðandi stundar eins og kostur er.  Af þessari ástæðu er leslistinn ekki fyrirfram ákveðinn til hins ítrasta og verður því ekki birtur í heild sinni í upphafi. Nemendur eiga að taka þátt í því að leggja til efni í áfangann og eru hvattir til að koma með tillögur um það sem þeim finnst áhugavert.

Gert er ráð fyrir að nemendur fylgist með fréttum því meginn tilgangur áfangans er að þeir verði betur læsir á fréttir sem tengjast hagfræði og efnahagsmálum almennt. Áfanginn krefst sjálfstæðra vinnubragða af hálfu nemenda.

Nemendur eiga að vera virkir í því að setja inn umræðuþræði í kennslukerfið, bæði um lesefnið og einnig um það sem þeir hafa séð í fjölmiðlum eða annars staðar.