HÖNN2FB05

Hönnun í stafrænni smiðju

Nemendur kynnast forritinu Inkscape og notkun þess við stafræna hönnun. Samhliða því læra nemendur grunnatriði í notkun lazerskera og vínylskera þar sem þeir geta t.d. hannað á boli, bretti, veggi, glugga og skorið út í plexigler, pappa, við og fleira.

Áhersla er lögð á eigin hönnun sem og virðingu fyrir hugverka- og höfundarétti. Þá er einnig lögð áhersla á að nemendur læri að fylgja hugmynd til framkvæmdar og að þeir öðlist aukinn sköpunarkjark.

Fjarnám/staðbundnar lotur
Námið fer fram í fjarnámi og að hluta til í staðnámi, það þýðir að nemendur þurfa að koma nokkrum sinnum yfir önnina í stafræna smiðju skólans eða aðra sambærilega smiðju eins og Fablab sem reknar eru víða hér á Íslandi og erlendis.

Verkefnaskil og símat.

Efni frá kennurum.