ÍSLE3GL05

Íslenska, glæpa- og spennusögur

Áfanginn er valáfangi ætlaður nemendum sem hafa sérstakan áhuga á lestri glæpa- og spennubókmennta. Megináhersla er lögð á upplifun og skilning – að nemendur lesi sér til ánægju. Nemendur kynnast þróun íslenskra spennubókmennta og fá tækifæri til að kynnast erlendum höfundum.

Hver nemandi les fimm bækur sem hann velur í samráði við kennara og gerir skriflega grein fyrir þeim. Einnig þurfa nemendur að taka virkan þátt í umræðum í kennslukerfinu á netinu.