Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Íslenska, nútímabókmenntir
Áfanginn er framhald af ÍSLE 2GF 05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Nemendur lesa bókmenntatexta frá 20. og 21. öld og kynnast helstu bókmenntastefnum tímabilsins. Textar verða greindir út frá listrænum áherslum, boðskap og því hvernig þeir tengjast listastefnum og íslenskum þjóðfélagshræringum fyrr og nú. Nemendur kynnast hugtökum bókmenntagreiningar og læra að beita þeim á bókmenntir og samfélag.
Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðum auk verkefnavinnu og ritunarverkefna.
Markmið áfangans er að auka þekkingu og skilning nemenda á sögu íslensks samfélags og menningar. Auk þess að kynnast bókmenntum tímabilsins munu nemendur fræðast um sögu dægurmenningar; tónlistar og kvikmynda svo dæmi séu tekin.