JARÐ3LV05

Jarðfræði, lofthjúpurinn og veðurfar

Áfanginn er framhald af JARÐ 2AJ 05, eða öðrum sambærilegum áfanga. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Verkefnamiðaður raungreinaáfangi í veður- og loftslagsfræði. Lögð er áhersla á lofthjúp jarðar og þá flóknu ferla sem stjórna veðurfari og loftslagi á jörðinni. Áhersla er lögð á loftslagsbreytingar og áhrif mannsins á þær. Unnið er með heimildaöflun á neti, tímaritum og bókum. Niðurstöður úr verkefnavinnu eru kynntar í stuttum skýrslum.

Rafsegulgeislun, inngeislun sólar, samsetning lofthjúpsins, skipting lofthjúpsins í hvolf, gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar, lofthiti, vatnshvolf, hringrás vatns, raki í andrúmslofti, úrkoma, vindhraði,  vindátt, vindakerfi jarðar, hafstraumar, loftmassar, skil, þrumuveður, skýstrokkar, loftslagsflokkar.

  • Visualizing Physical Geography; Höfundar: Timothy Foresman og Alan H. Strahler (Bókin fæst á skiptibókamörkuðum og í Bóksölu stúdenta). ISBN 13: 978-0-470-62615-3 BRV ISBN: 978-1-118-12658-5.
  • Ítarefni frá kennurum.