Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Líffræði, erfðafræði
Áfanginn er framhald af LÍFF2LE05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Ágrip af sögu erfðafræðinnar. Fjallað er um grundvallaratriði erfðafræðinnar, svo sem mendelskar erfðir og megingerðir frumuskiptinga og litningavíxl. Einnig kynákvörðun, erfðir háðar kynferði, fjölgena erfðir, banagen, óháða samröðun og tengsl gena. Fjallað er um byggingu kjarnsýra (DNA og RNA), afritun, umritun og myndun prótína samkvæmt upplýsingamynstri í erfðaefninu, litninga, litningabreytingar, hvað gen eru og hvað stendur í þeim, erfðatækni, erfðabreyttar lífverur og klónun. Þá er fjallað um það hvernig lífverur fjölga sér, hvernig ný einkenni verða til og hvernig hægt er að flytja erfðaefni á milli lífvera. Þetta verður til umfjöllunar og margt fleira sem tengist genum okkar og annarra lífvera, svo sem sérkenni í erfðum örvera, temprun á virkni gena, erfðafræðina og mannkynssöguna o.fl.