LÍFF2LE05

Líffræði, lífeðlisfræði 1

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Byrjunaráfangi í lífeðlisfræði þar sem fjallað er um helstu viðfangsefni hennar, farið yfir grunnhugtök og líffræðilega ferla.

Vefjaflokkar og líffæri líkamans ásamt starfsemi þeirra. Næring, melting og efnaskipti. Öndun, frumuöndun og stjórn öndunar. Loftháð og loftfirrð öndun, efnaskipti öndunar. Hjartað og æðakerfið. Stjórn blóðþrýstings og hjartsláttar. Blóð, vessi. Virkni ónæmiskerfis.

Að nemendur kynnist meginatriðum í gerð og starfsemi mannslíkamans, og hljóti þjálfun í athugunum vissra þátta lífeðlisfræðinnar með verklegum æfingum og þjálfist einnig í að nýta upplýsingatækni í tengslum við námið.

  • Inquiry into life eftir Sylvíu Mader, 17. útgáfa. Bókin fæst hjá Pennanum og á rafrænu formi hjá Heimkaup.
  • Margmiðlunarefni. Ítarefni á vefrænu formi og verkefni frá kennara.