LIGR2NL05

Myndlist, nútímalistir

Áfanginn einkennist af því að kenna nemendum grunntækni í myndlist með tengingu við list og liststefnur 20. og 21. aldarinnar.

Í áfanganum verður unnið með mismunand aðferðir sjónlista eftir fjölbreyttum kveikjum og þemum. Nemendur læra að nota mismunandi verkfæri og aðferðir til listsköpunar s.s. teikningu, málun, mótun, ljósmyndun og nýta sér smáforrit í snjalltækjum.

Markmiðið er að auka færni nemenda á sviði sjónlista. Auka á færni nemenda í hugmyndasköpun og kynna þeim mismunandi verkfæri og aðferðir við að ljá hugmyndum búning. Markmiðið er að nemendur fái tækifæri til að velta fyrir sér hvernig nýta megi myndlist til að tjá skoðanir. Jafnframt að auka vitund þeirra um hvert hlutverk listarinnar var og er.

Áfanginn er símatsáfangi og nemendur vinna verkefni og skila inn jafnt yfir önnina.

Allt námsefni er inni á Moodle námsvefnum en nemendur þurfa að eiga teiknipappír, teikniblýanta, teiknipenna. Einhverja málningu og liti, límbönd og vír. Nemendur þurfa að eiga eða hafa aðgang að snjalltæki, sem hægt er að taka myndir á og vinna í smáforritum.

Boðið verður uppá staðbundna lotu í Verzlunarskólanum einu sinni til tvisvar á önninni kæri nemendur sig um að útfæra hugmyndir í lazer- eða vinylskera.