LIGR2SL05

Myndlist, sjónlistir

Grunnáfangi. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfanginn einkennist af því að kenna nemendum grunntækni í myndlist með tengingu við listasögu og samtímalist. Í áfanganum verður unnið með mismunand aðferðir sjónlista og fjölbreytt þemu. Nemendur kynnast listamönnum, liststefnum og aðferðum sem þeir nýta sem kveikjur í eigin listsköpun.

Markmiðið er að auka færni nemenda á sviði myndlistar og gefa þeim tækifæri til að ljá hugsunum sýnum nýjan búning og auka þannig sjálfsþekkingu, trú á eigin getu og innsæi.

Markmiðið er að nemendur fái tækifæri til að velta fyrir sér hvernig nýta megi myndlist til að tjá skoðanir og að auka vitund þeirra um það hvað myndlist er og hvaða samfélagslega hlutverki hún gegnir.

Áfanginn er símatsáfangi og nemendur vinna verkefni og skila inn jafnt yfir önnina.

Allt námsefni er inni á Moodle námsvefnum en nemendur þurfa að eiga teiknipappír, teikniblýanta, teiknipenna og einhverja liti. Hvít og svört karton, lím og hníf eða skæri.