LIST2LI05

Listasaga

Grunnáfangi. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Í áfanganum eiga nemendur að kynnast þróun vestrænnar listsköpunar frá fornöld til okkar daga. Að honum loknum eiga þeir að þekkja helstu listastefnur, einkenni þeirra og þann jarðveg sem þær spruttu úr. Loks eiga nemendur að geta gert grein fyrir helstu listamönnum hvers tíma og þeirra helstu verkum.

Efninu er skipt upp í 11 hluta og er reiknað með að nemendur séu í um viku með hvern þeirra. Námsefnið samanstendur af glærum, talglærum og myndböndum.

Evrópsk list þ.e. byggingarlist, höggmyndalist og málaralist og helstu liststefnur s.s. grísk myndlist, miðaldalist (rómanskur og gotneskur stíll), endurreisnarlist, barokk og rókóko, nýklassík, rómantík og raunsæi. Einnig impressionismi og expressionismi á síðustu öld og fram yfir aldamót og helstu liststefnur 20. aldar.

  • 60%: Sjö kaflapróf. Fimm fyrstu prófin eru gagnvirk próf sem tekin eru í Moodle en tvö hin síðustu eru tekin munnlega með kennara annað hvort í Verzlunarskólanum eða í gegnum fjarfund í Teams.
  • 40%: Hér hafa nemendur val:
    • Kostur númer er eitt er að taka skriflegt lokapróf úr efni áfangans í lok annar.
    • Kostur númer tvö er að gera ritgerð um listastefnu eða skýrslu um nokkur listaverk sem valin eru af nemendum sjálfum. 

Námsefni áfangans samanstendur alfarið af efni frá kennara sem er aðgengilegt á síðu áfangans. Gott er þó að hafa Sögu listarinnar e. E.H. Gombrich í þýðingu Halldórs Runólfssonar til hliðsjónar en það er þó ekki skylda.