LOKA3ES05

Lokaverkefni, erlend samskipti

Nauðsynlegir undanfarar eru einn áfangi í alþjóðafræði (ALÞJ 2IA 05 eða ALÞJ 3AS 05) og einn áfangi í menningarfræði (MENN 2EM 05 eða MENN 3MS 05) hið minnsta, sem og annað hvort landafræði (LAND 2FL 05) eða stjórnmálafræði (STJÓ 2LJ 05).

Áfanginn er verkefnaáfangi og er hugsaður sem lokaáfangi á alþjóðabraut. Nemendur vinna undir stjórn kennara á sjálfstæðan máta, þar sem ætlast er til frumkvæðis af hálfu nemenda og ábyrgðar á eigin námi. Hann er vettvangur til að draga saman og nýta þá þekkingu og færni sem nemandi hefur öðlast í alþjóðagreinum og þjálfun í að afla heimilda, vinna með þær og koma frá sér efni á fræðilegan hátt. Áfanginn hefst á vinnu um heimildalæsi en síðan taka við stærri verkefni um borgir sem hafa gildi fyrir alþjóðasamfélagið og loks stærsta verkefnið um efni sem varðar alþjóðamál en þar velur nemandi efnið sjálfur í samráði við kennara.

Lágmarkseinkunn til að standast áfangann er 4,5 (s.br. skólareglur). Ekkert lokapróf er í áfanganum en námsmat byggir á mati á verkefnum. Verkefni um heimildalæsi (20%), borgarverkefni (30%) og loks lokaverkefni (50%). Í seinni tveimur verkefnunum leikur leiðsagnarmat kennara mikilvægt hlutverk.

Efni frá kennara um heimildalæsi en einkum gögn sem nemendur afla sjálfir í verkefnavinnu.