MARK2HN05

Markaðsfræði, hugtök og notkun þeirra

Grunnáfangi. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Í kennslunni er farið yfir grundvallarhugtök sem tengjast markaðsfræði og fjallað um hvernig hugmyndafræðin er notuð til að markaðssetja vörur og þjónustu. Sérstaklega er farið í mikilvægi markaðsstarfs í síbreytilegu umhverfi, umhverfi fyrirtækja, markaðshlutun, val markhópa, staðfærslu, vöruþróun, líftíma vöru, söluráðana, ímynd fyrirtækja og markaðsáætlanir.

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • Grunnhugtökum markaðsfræðinnar.
  • Hvernig nota má markaðsfræðina á hagnýtan hátt.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Beita algengustu hugtökum markaðsfræðinnar á skýran og skilmerkilegan máta.
  • Finna upplýsingar til að nýta við skipulagningu markaðsaðgerða.
  • Tjá kunnáttu sína á munnlegan og skriflegan hátt.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér.
  • Geta framkvæmt einfalda markaðsáætlun og áttað sig á helstu niðurstöðum.

Námið byggir á lestri og verkefnavinnu.  Lögð verður áhersla á raunhæf verkefni og umræður á spjallþræði.

Próf í annarlok gildir 70% af lokaeinkunn. Nemandi þarf að fá a.m.k. 5 í lokaeinkunn til að standast áfangann.
Verkefni sem nemendur þurfa að skila gildir 30% af lokaeinkunn.

  • Námsgögn má nálgast á netinu, sjá nánari leiðbeiningar í kennslukerfinu eftir að önn hefst.