Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Menning og listir
Grunnáfangi. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Í áfanganum er fjallað um menningarumhverfi samtímans ásamt því að skoða mismunandi stefnur og strauma bæði fyrr og nú. Fjallað er um listgildi samtímans og listkerfi fyrri tíma. Nemendur skoða hvað er list og með hvaða hætti hlutir öðlast merkingu sem list.
Markmið áfangans er tvíþætt. Annars vegar að nemendur öðlist skilning á menningarlegu afstæði listgildis og hins vegar að nemendur kynnist fjölbreytni í listsköpun og læri að njóta lista- og menningarviðburða og auki þannig meðvitund um fjölbreytileika menningararfsins og mikilvægi skapandi hugsunar.
Nemendur eiga að sækja fjölbreytta listaviðburði og heimsækja listastofnanir. Skrifleg verkefni eru unnin í tengslum við vettvangsferðir: greiningar, gagnrýni og eigið mat. Í lokaverkefni gefst kostur á að kafa dýpra í þá listgrein sem höfðar til hvers og eins.
Símat er í áfanganum og byggist á spurningum, útdráttum, gagnrýni og lokaverkefni.
Listgildi samtímans – Handbók um samtímalist á Íslandi eftir Jón B. K. Ransu. Bókin er ófáanleg í búðum en höfundur selur ljósrit í bóksölu Verzlunarskólans.