MENN2EM05
Menningarfræði, evrópsk menning
Grunnáfangi: Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Fjallað er um menningarhugtakið út frá margvíslegum sjónarhornum. Skoðað verður hvernig trúarbrögð, stjórnmálahugmyndir, siðir og venjur og fleiri menningarbundnir þættir móta líf fólks, skilning þess á umhverfi sínu og viðskiptahætti.
Að nemendur:
- Kynnist hugtökum sem notuð eru í umræðu um menningu.
- Öðlist skilning á mismunandi sýn á menningu.
- Verði meðvitaðir um eigin hugmyndir og hugmyndir annarra um sjálfsmynd og menningu Íslendinga.
- Öðlist skilning á menningarlegum margbreytileika í samfélagi manna.
- Öðlist þekkingu á mikilvægum þáttum í menningu þjóða, einkum evrópskra.
- Geri sér grein fyrir því hvernig reynsla, hugsun og tjáning manna mótast og kemur fram, meðal annars í margvíslegum greinum lista og fræða.
- Geri sér grein fyrir hugmyndum Vesturlandaþjóða um ýmis konar menningu og áhrifum þeirra.
- Efli með sér hæfni til sjálfstæðis í hugsun og vinnubrögðum.
- Allt lesefni áfangans er vistað í kennslukerfinu hjá viðeigandi vikum/efnisþáttum:
- MEN103: Leshefti sem vistað er í kennslukerfinu.
- Kaflar úr: John Mole: Mind Your Manners. Managing Business Cultures in the New Global Europe. London Nicholas Brealy Publishing 2003 (3. útgáfa). (Lesefni vistað í kennslukerfinu).