REKH2HD05
Rekstrarhagfræði, hugtök og dæmareikningur
Undanfari: HAGF 1ÞF 05, BÓKF 1BR 05 auk þess er lágmarkskunnáttu í diffrun krafist. Þessi áfangi er fyrir þá sem eru á Hagfræðilínu og ætla einnig að taka REKH3MU05. Þeir sem eru á viðskiptalínu og ætla eingöngu að taka einn rekstrarhagfræðiáfanga, eftir að hafa lokið HAGF1ÞF05 og BÓKF1BR05, skulu taka rekstrarhagfræðiáfangann REKH2MT05.
Upprifjun á grundvallarhugtökum hagfræðinnar. Framboð, eftirspurn og jafnvægi á mörkuðum. Mismunandi tegundir af teygni og mismunandi aðferðir við útreikninga á teygni. Val neytenda og ýmis hugtök og útreikningar sem því tengjast. Ábati neytenda, framleiðenda og skilvirkni markaða. Áhrif skattlagningar/styrkja á neytendur og framleiðendur. Áhrif inngripa opinberra aðila á markaðinn/markaðsaðila.
Nemandi:
- Kunni skil á grunnatriðum hagfræðinnar.
- Kunni skil á framboði, eftirspurn og jafnvægi og útreikningum tengdum framangreindum hugtökum.
- Kunni skil á og geti reiknað dæmi tengd mismunandi tegundum af teygni.
- Geti skýrt val neytenda og reiknað dæmi tengt því.
- Þekki til hugtaka og geti fjallað um ábata viðskipta, skilvirkni markaða og viðeigandi dæmaútreiknings.
- Geti fjallað um áhrif skattlagningar/styrkja á markaðinn/markaðsaðila. Ásamt viðeigandi útreikningum.
- Geti skýrt hlutverk og fjallað um áhrif stjórnvaldsaðgerða á neytendur, framleiðendur og markaðinn.
Lögð er áhersla á að nemandi geti gert efnislega grein fyrir viðfangsefninu í formi texta, skýringamynda og reiknaðra dæma.
- Lokapróf gildir 85%.
- Vinnueinkunn gildir 15%.
- Economics. N. Gregory Mankiw og Mark P. Taylor. Nýjasta útgáfa. Bókin fæst í Bóksölu stúdenta.
- Aukaefni í Moodle.
- Aukadæmi í Moodle.