REKH2MT05
Rekstrarhagfræði, markaðsform og teygni
Áfangi er framhald af HAGF 1ÞF 05 og BÓKF 1BR 05 (eða sambærilegum áföngum). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Upprifjun á grundvallarhugtökum hagfræðinnar. Mismunandi tegundir af teygni. Kynning á framleiðslufræði. Afkastalögmálið og innkaup. Helstu hugtök kostnaðarfræða. Markaðsform og verðmyndun. Hámörkun hagnaðar. Útreikningar.
Kaflar 1 – 5 kennsluhefti og verkefnahefti, sjá neðar.
- Inngangur og upprifjun kafli 1.
- Teygni kafli 2.
- Framleiðsla kafli 3.
- Kostnaður kafli 4.
- Markaðsform og verðmyndun kafli 5.
- Innbyrðis vægi milli efnisflokka er mismikið.
- Í byrjun hvers kafla í kennsluheftinu eru talin upp helstu atriði sem ætlast er til að nemendur kunni skil á að lokinni yfirferð á kaflanum og gerð verkefna sem honum tilheyra.
Að nemendur:
- Öðlist skilning á hugtökum rekstrarhagfræðinnar og geri sér ljósa hagfræðilegu hliðina á rekstri fyrirtækja.
- Öðlist skilning á mismunandi markaðsumhverfi sem fyrirtæki starfa í.
- Þjálfist í að nota stærðfræði og upplýsingatækni við lausn hagfræðilegra viðfangsefna.
- Próf á fjarnámsvef og verkefni, 15%.
- Lokapróf, 85% (lágmarkseinkunn 5,0).
- Rekstrarhagfræði fyrir framhaldsskóla. Kennsluhefti eftir Hrönn Pálsdóttur, 2020, fæst hjá kennara eftir að önnin hefst.
- Verkefnahefti í Rekstrarhagfræði, REKH 2MT 05. Heftið fæst hjá kennara eftir að önnin hefst.
- Námsefni á fjarnámsvef.