SAGA2MS05

Saga, mannkynssaga 1789-2000

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Farið er yfir helstu þætti í sögu Evrópu og til nútímans. Napóleon og byltingin í Frakklandi er upphafspunktur en síðan er litið til afleiðinga Napóleonsstyrjalda. Þá er saga 19. aldar rakin og hugað að þjóðernisstefnunni og síðar öðrum hugmyndastefnum sem komu fram á öldinni. Einnig sameining Ítalíu og Þýskalands sem undanfari stórstyrjalda 20. aldar og nýlendukapphlaup stórveldanna. Á 20. öldinni er aðalathyglinni beint að styrjöldum aldarinnar en síðan er Kalda stríðinu gerð skil og ástandi heimsins í dag. Athyglinni er einnig beint að fjarlægum heimshlutum, eins og Kína, Austurlöndum nær og þeim átökum sem orðið hafa við Persaflóa.

Að nemendur:

  • Hafi þekkingu og skilning á sögu síðustu alda og þeim miklu breytingum sem átt hafa sér stað í sögu mannkyns frá 19. öld til okkar dags. Nemendur þekki og skilji  aðdraganda og afleiðingar heimsstyrjaldanna og nýrra hugmynda á sviði stjórnarhátta og þjóðfélagsmála, sem setja svip sinn með sterkum hætti á nútímann.
  • Kunni skil á framþróun í okkar heimshluta síðustu aldir og tengslum hans við aðrar heimsálfur, og hafi glögga sýn á helstu þætti í sögu tuttugustu aldar.
  • Geti metið gildi og áreiðanleika heimilda, gert sér grein fyrir ólíkum sögulegum skýringum, tekið þátt í skoðanaskiptum og metið ólík sjónarhorn sögulegra álitamála.
  • Geti komið á framfæri þekkingu sinni og skilningi á sögulegri þekkingu.
  • Öðlist lifandi áhuga á sögu og þátttöku í þjóðfélagsumræðu.

  • Margrét Gunnarsdóttir og Gunnar Þór Bjarnason: Íslands- og mannkynssaga NBII. Vefbók sem keypt er á netinu.