SAGA3HF05

Saga, á slóðum helfararinnar

Saga nasismans, síðari heimsstyrjaldarinnar, Póllands/Þýskalands, gyðinga og útrýmingar á hendur þeim verður rakin í máli og myndum. Lesnar verða valdar greinar um efnið ásamt því sem heimildamyndir og önnur miðlunarform verða notuð eftir fremsta megni.

Að nemendur afli sér yfirgripsmikillar þekkingar á helförinni og örlögum Gyðinga og ýmissa annarra samfélagshópa í þriðja ríkinu. Jafnframt öðlist þeir djúpan skilning á sögu og hugmyndafræði nasimans og þeim þjóðfélagsaðstæðum sem hann spratt upp úr.  Nemendur kynnist samfélagi og menningu í Póllandi og austurhluta Þýskalands.

  • 6 verkefni sem gilda 12% hvert um sig.
  • Munnlegt próf sem gildir 28%. Það er annað hvort framkvæmt í Verzlunarskólanum eða í gegnum fjarfund eftir samkomulagi.

  • Lesheftið er vistað í Moodle og geta nemendur lesið það af skjá eða prentað það út.