Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Samtímasaga
Áfanginn er framhald af SAGA 2MS 05 (eða sambærilegum áfanga). Áfanginn er framhald af SAGA 2MS 05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Áfanginn fjallar um tímabilið 1945-2020 og samtvinnar bæði Íslands- og mannkynssögu. Meðal viðfangsefna eru Kalda stríðið, góðærisskeið eftirstríðsáranna á Vesturlöndum, ýmsir straumar og stefnur í samfélögum þessa tíma, s.s. kvenréttindabaráttan og baráttan fyrir réttindum minnihlutahópa og æskulýðsbyltingin. Ítarlega er fjallað um sjálfstæðisbaráttu nýlendnanna og þróun mála á Íslandi, í Evrópu, miðausturlöndum, Kína, Bandaríkjunum og Indlandi síðustu áratugi. Að lokum eru teknar fyrir ýmsar áskoranir og álitaefni, pólitísk og ópólitísk, sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag.
Hugtök: Staða Íslands í alþjóðasamfélaginu, kynþáttafordómar, jafnrétti, þjóðernishreinsanir, þjóðríkið, milliríkjasamtök og yfirþjóðlegar stofnanir, alþjóðleg samvinna, jöfn og misjöfn skipting lífsgæða, stjórnskipun, forsetaræði, valdmörk stjórnmálamanna, kosningar og kosningafyrirkomulag.