SAGA3MH05

Samtímasaga

Áfanginn er framhald af SAGA 2MS 05 (eða sambærilegum áfanga). Áfanginn er framhald af SAGA 2MS 05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfanginn fjallar um tímabilið 1945-2020 og samtvinnar bæði Íslands- og mannkynssögu. Meðal viðfangsefna eru Kalda stríðið, góðærisskeið eftirstríðsáranna á Vesturlöndum, ýmsir straumar og stefnur í samfélögum þessa tíma, s.s. kvenréttindabaráttan og baráttan fyrir réttindum minnihlutahópa og æskulýðsbyltingin. Ítarlega er fjallað um sjálfstæðisbaráttu nýlendnanna og þróun mála á Íslandi, í Evrópu, miðausturlöndum, Kína, Bandaríkjunum og Indlandi síðustu áratugi. Að lokum eru teknar fyrir ýmsar áskoranir og álitaefni, pólitísk og ópólitísk, sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag.

Hugtök: Staða Íslands í alþjóðasamfélaginu, kynþáttafordómar, jafnrétti, þjóðernishreinsanir, þjóðríkið, milliríkjasamtök og yfirþjóðlegar stofnanir, alþjóðleg samvinna, jöfn og misjöfn skipting lífsgæða, stjórnskipun, forsetaræði, valdmörk stjórnmálamanna, kosningar og kosningafyrirkomulag.

  • Tvö annarpróf sem gilda annars vegar 25% og hins vegar 30% (þ.e. samtals 55%). Hið fyrra er tekið í fjarnámskerfinu sjálfu en hið seinna er munnlegt og framkvæmt annað hvort í Verzlunarskólanum eða í gegnum fjarfund eftir samkomulagi.
  • Skil á tveimur spurningaverkefnum sem gilda samtals 10%.
  • Verkefni um kalda stríðið sem gildir 15%
  • Verkefni um kvikmynd sem tengist námsefninu sem gildir 20%

  • Bókin sem við notum heitir Íslands og mannskynssaga NBII og fæst einungis sem netbók á eftirarandi slóð:
    https://islands-ogmannkynssaga2.vefbok.forlagid.is/ Hún er skrifuð af Gunnari Þór Bjarnasyni og Margréti Gunnarsdóttur og gefin út af Forlaginu.