SAGA3MS05

Menningarsaga

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Farið er í gegnum valin tímabil í sögu vestrænnar menningar frá upphafi kristni fram á tuttugustu öld. Meðal annars er fjallað um strauma og stefnur í ýmsum listgreinum (s.s. myndlist, tónlist og leiklist), bókmenntum, heimspeki og trúarbrögðum.

  • Mótun vestrænnar menningar.
  • Endurreisn og miðaldir.
  • Barokk og upphaf nútímans.
  • Upplýsing og tilurð nútímasamfélags.
  • Straumar og stefnur á 20. öldinni – framúrstefnuhreyfingar, Sigmund Freud, módernismi o.fl.

Að nemendur:

  • Kynnist mikilvægum þáttum vestrænnar menningarsögu.
  • Öðlist þekkingu á hugtökum sem notuð eru til að lýsa áhrifamiklum stefnum og tímabilum í sögu vestrænnar menningar.
  • Kynnist því hvernig unnið hefur verið úr menningarlegri arfleifð vestrænna samfélaga.
  • Fái tilfinningu fyrir því hversu víðfeðmt og margslungið menningarhugtakið er.
  • Auki með sér skilning á samspili menningar og samfélags.
  • Þjálfist í að skoða og greina margvíslega þræði menningarinnar og leita þannig skilnings á hugarfari og hugsunarhætti fólks á ólíkum tímabilum sögunnar.

  • Heiðrún Geirsdóttir, Jón Gunnar Þorsteinsson og Margrét Gunnarsdóttir: Þættir úr menningarsögu NB. Nýja bókafélagið, Reykjavík 2004.