SÁLF2GR05

Sálfræði, grunnáfangi

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla. Undanfari: Enginn.

Áfanginn er grunnáfangi í sálfræði. Nemendur kynnast fræðigreininni sálfræði, helstu viðfangsefnum hennar, sögu og þróun. Farið verður í helstu stefnur í greininni sem og undirgreinar. Þá verður nám og minni skoðað. Farið verður í helstu geð- og persónleikaraskanir og mikilvægi geðheilsu almennt á líf fólks. Komið verður inn á hugtakið persónuleiki og samspil þess við hugsun og hegðun. Að lokum verða helstu rannsóknaraðferðir kynntar og áhrif þekktra rannsókna á þróun sálfræðinnar.

Að nemendur:

Þekki helstu grunnhugtök og helstu stefnur sálfræðinnar og fái innsýn í hvernig sálfræði hefur þróast sem fræðigrein.
Viti hver eru starfssvið sálfræðinga sem og hagnýtt gildi sálfræði í daglegu lífi.
Þekki algengustu geð- og persónuleikaraskanir og meðferðir við þeim.
Þekki hvernig minni og minniskerfin virka.
Viti hvernig samspil hugsunar, hegðunar og tilfinninga er háttað
Átti sig á hvað felst í hugtakinu persónuleiki og hvernig hann hefur áhrif á hegðun og líðan.
Fái innsýn í helstu rannsóknaraðferðir sálfræðinnar.

Áfanginn er símatsáfangi þar sem nemendur gera gagnvirkar æfingar fyrir hvern efnishluta. Nemendur þurfa að fá 4,5 til að standast áfangann.

Glærur frá kennara, greinar og annað efni af netinu.