SPÆN1SB05

Spænska B

Áfanginn er framhald af SPÆN1 SA 05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Haldið er áfram að byggja upp orðaforða og að auka enn frekar getu nemenda í framburði, tali og ritun, þannig að nemandi geti tjáð sig munnlega og skriflega um athafnir daglegs lífs, líðan sína og um skoðanir sínar og geti tekið þátt í samtölum. Nemendur læra að byggja flóknari setningar, unnið er með flóknari texta og haldið er áfram að þjálfa meginatriði málfræðinnar.

Til glöggvunar á málfræði og setningagerð, lesa nemendur samtöl í viðkomandi kafla, gera skriflegar og gagnvirkar æfingar og verkefni. Orðaforði, tal og hlustun eru þjálfuð með því að lesa, hlusta og endurtaka hljóðæfingar.

Í lok hvers kafla eru nemendur látnir gera verkefni úr lesbók og vinnubók. Við námið er notast við hljóðglærur, myndskeið, talað mál og tónlist, Internetið, gagnvirkar æfingar og gagnvirk próf.

Að nemendur:

  • Nái góðum framburði og kunni skil á helstu áherslum í spænsku.
  • Öðlist betri kunnáttu í grundvallaratriðum málfræðinnar.
  • Byggi upp orðaforða þannig að þeir geti tjáð sig um athafnir daglegs lífs, líðan sína, langanir og nánasta umhverfi sitt og tekið þátt í samræðum um sama efni og um þema áfangans eða hvers kafla.
  • Þjálfist í hlustun þannig að þeir skilji samtöl og samhengi úr samfelldu mæltu máli um efni sem þeir þekkja.
  • Geti tjáð sig í rituðu máli um skoðanir sínar að einhverju leyti, geti skrifað skilaboð, fyllt út eyðublöð, skrifað stutt bréf og þýtt texta.
  • Auki þekkingu sína á spænskri menningu og menningu annarra spænskumælandi landa.

  • Verkefni 15%.
  • Gagnvirkar æfingar 15%.
  • Lokapróf 60%.
  • Munnlegt próf 10%.

  • ¡Ya hablo español! – Bókin fæst hjá kennara, sendið póst til hilda@verslo.is .
  • Orðabók (til eru nýlegar útgáfur af spænsk-íslenskum, og íslensk-spænskum orðabókum frá Forlaginu).