Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Spænska B
Áfanginn er framhald af SPÆN1 SA 05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Haldið er áfram að byggja upp orðaforða og að auka enn frekar getu nemenda í framburði, tali og ritun, þannig að nemandi geti tjáð sig munnlega og skriflega um athafnir daglegs lífs, líðan sína og um skoðanir sínar og geti tekið þátt í samtölum. Nemendur læra að byggja flóknari setningar, unnið er með flóknari texta og haldið er áfram að þjálfa meginatriði málfræðinnar.
Til glöggvunar á málfræði og setningagerð, lesa nemendur samtöl í viðkomandi kafla, gera skriflegar og gagnvirkar æfingar og verkefni. Orðaforði, tal og hlustun eru þjálfuð með því að lesa, hlusta og endurtaka hljóðæfingar.
Í lok hvers kafla eru nemendur látnir gera verkefni úr lesbók og vinnubók. Við námið er notast við hljóðglærur, myndskeið, talað mál og tónlist, Internetið, gagnvirkar æfingar og gagnvirk próf.
Að nemendur: