SPÆN2SD05

Spænska D

Áfanginn er framhald af SPÆN 1SC 05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfanginn er símatsáfangi. Haldið verður áfram þaðan sem frá var horfið á önninni á undan. Lokið verður yfirferð allra helstu grundvallaratriða spænskrar málfræði. Nemendur verða áfram æfðir í hlustun og ritun sem og meiri áhersla verður lögð á lesskilning. Í lok hvers kafla verða gerð verkefni úr vinnubók frá kennara en einnig munu þeir skila rituðum textum sem tengjast efni áfangans. Í annarlok verður munnlegt próf og lokaverkefni unnið. Orðaforði, tal og hlustun eru þjálfuð með því að lesa, hlusta og endurtaka hljóðæfingar. fimm fjarfundir verða á önninni þar sem nemendur ræða við kennara um námið og gera munnlegar æfingar. Við námið er notast við hljóðglærur, myndskeið, talað mál og tónlist, internetið, gagnvirkar æfingar og gagnvirk próf.

Að nemendur:

  • Auki orðaforða sinn og læri að tengja við annan orðaforða, t.d. úr öðrum málum.
  • Þjálfist í notkun spænskrar málfræði.
  • Nái aukinni færni í les- og málskilningi.
  • Öðlist aukinn skilning á menningu og þjóðlífi Spánar og Rómönsku Ameríku
  • Geti haldið uppi einföldum samræðum við fólk sem hefur spænsku að móðurmáli um kunnuleg efni og án þess að misskilningur hljótist af.

  • Samtöl og stutt rituð verkefni 20%.
  • Hlustunaræfingar í Moodle 15%.
  • Gagnvirkar æfingar úr Guantanameras 10%.
  • Hlutapróf á Moodle (2 af 3 gilda) 10%.
  • Munnlegt próf 15%.
  • Lokaverkefni 30%.

  • „Guantanameras“. Höfundur: Dolores Soler-Espiauba. Léttlestrarbók.
  • Orðabók. Til eru nýlegar útgáfur af spænsk-íslenskum, og íslensk-spænskum orðabókum frá Forlaginu. Einnig er snara.is mjög góð orðabók.
  • Efni frá kennara.
  • Mælt er með að eiga málfræðibókina „Correcto“ eftir Guðrúnu H. Tulinius.