STÆR2LT05

Stærðfræði, líkindareikningur og tölfræði

Áfanginn er framhald af STÆR 2HJ 05 (eða sambærilegum áfanga), fyrir viðskipta- og náttúrufræðabrautir.

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Mengi og rökfræði.  Talnasöfn og myndræn framsetning þeirra.  Fjallað er um meðaltal og staðalfrávik og fleiri stærðir sem lýst geta dreifingu talnasafnsins og miðsækni.  Undirstöðuatriði líkindareiknings, þar sem fjöldi atburða er endanlegur og frumatriði í talningarfræði, þar sem unnið er með umraðanir og samantektir.  Normaldreifing kynnt og notuð við lausn raunhæfra verkefni þ.m.t. tilgátuprófana.

Mengjafræði. Gagnasöfn, tíðnitöflur, myndrit.  Meðaltal, vegið meðaltal, tíðasta gildi, miðgildi. Staðalfrávik, meðalfrávik, seiling.  Líkindareikningur, umraðanir og samantektir.  Normaldreifingin og tvíliðudreifingin.  Öryggismörk, fylgni og tilgátuprófanir.

Að nemendur:

  • Kunni góð skil á undirstöðuhugtökum úr lýsandi tölfræði og geti greint aðalatriði frá aukaatriðum.
  • Hafi kynnst ýmsum vinnubrögðum við úrvinnslu á talnasöfnum.
  • Kunni góð skil á líkindahugtakinu, bæði hvað varðar einstaka óháða atburði sem og samfelldar dreifingar.
  • Hafi kynnst tilgátuprófunum og mati á áreiðanleikagildi úrvinnslu talnasafna.

  • Próf í annarlok er 120 mínútur og gildir 100%.
  • Á prófi í annarlok verður prófað í fræðilegu efni ásamt dæmareikningi.   Nemandi þarf að fá a.m.k. 5,0 í lokaeinkunn til að standast áfangann.

  • STÆR2LT05 talningar-líkindi-tölfræði eftir Þórð Möller. Bókin er aðgengileg á pdf formi í kennslukerfinu.
  • Nemendur þurfa að hafa reiknivél. Í lokaprófum er leyfilegt að nota reiknivél EN ekki er leyfilegt að vera með grafíska reiknivél og ekki með reiknivél sem getur geymt texta.