STÆR2MM05

Stærðfræði, margliður og hnitakerfið

Áfanginn er framhald af STÆR 2PÞ 05 (eða sambærilegum áfanga), fyrir félagsfræða-, alþjóða-, nýsköpunar- og listabraut. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Í áfanganum er unnið með mengi, jöfnur, ójöfnur, fleygboga og margliður. Nemendur þurfa að geta reiknað dæmi tengd efninu og rökstutt svör með útreikningum og/eða texta.

Farið er í mengi og mengjareikning, ójöfnur af fyrsta stigi, samsettar ójöfnur og ójöfnur af hærra stigi. Algildi, algildisjöfnur og algildisójöfnur. Auk þess er farið í annars stigs jöfnur og ýmsar lausnaraðferðir þeirra, fleygboga og skurðpunkta tveggja grafa.  Að lokum verður unnið með margliður af hærra stigi.

Að nemendur:

  • Geti unnið með grunnaðgerðir mengja og þekki talnamengin N, Z, Q og R.
  • Geti leyst ójöfnur, algildisjöfnur, algildisójöfnur og 2. stigs jöfnur.
  • Þekki tvívítt hnitakerfi, jöfnu fleygboga og helstu eiginleika fleygboga.
  • Þekki til útreikninga með margliðum og þá sérstaklega öllu sem viðkemur 2. stigs margliðum (finna núllstöðvar, þátta, deila o.fl.).

  • Próf í annarlok er 120 mínútur og gildir 100%.
  • Á prófi í annarlok verður prófað í fræðilegu efni ásamt dæmareikningi.
  • Nemandi þarf að fá a.m.k. 5,0 í lokaeinkunn til að standast áfangann.

  • Stæ225 eftir Jón Þorvarðarson.
  • Nemendur þurfa að hafa reiknivél sem ekki getur geymt texta.