Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Stærðfræði, diffrun og fallafræði
Áfanginn er framhald af STÆR 3VH 05 (eða sambærilegum áfanga), fyrir náttúrufræðibraut og hagfræðilínu viðskiptabrautar. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Fallahugtakinu eru gerð góð skil og ýmsum aðgerðum sem beitt er á föll. Auk annarra falla eru vísisföll og lograföll kynnt. Markgildishugtakið þ.m.t. einhliða markgildi og óeiginleg markgildi er skilgreint. Hallatala við feril falls, diffurkvóti, og diffrunarreglur. Endað er á fallagreiningu en í henni felst að finna staðbundin útgildi, einhallabil, sveigju ferils o.fl.
Námið er á ábyrgð nemenda og til hjálpar hafa nemendur aðgang að talglærum og gagnvirkum æfingaprófum.
Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Próf í annarlok er 120 mínútur og gildir 90% og skiladæmi gilda 10%. Á lokaprófi í annarlok verður prófað í fræðilegu efni ásamt dæmareikningi.
Til að standast áfangann þarf að ná a.m.k. 4,5 á lokaprófinu áður en einkunn fyrir skiladæmin eru reiknuð inn í lokaeinkunn. Nemandi þarf að fá a.m.k. 5,0 í lokaeinkunn til að standast áfangann.