STÆR3FF05
Stærðfræði, föll og ferlar
Áfanginn er framhald af STÆR 2HJ 05 (eða sambærilegum áfanga), fyrir félagsfræðabraut og viðskiptalínu viðskiptabrautar. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Lögð er áhersla á að nálgast fyrirbæri í náttúrunni og í samfélaginu með opnum huga hvað varðar stærðfræði. Til þess er nemendur látnir vinna með vísis- og lograföll, diffrun einfaldra falla og kynnast notagildi diffrunar. Mismunarunur og kvótarunur þar sem áhersla er lögð á tengingu við vaxtaútreikning. Kynning á hugtakinu vigur.
Fallhugtakið. Vísisföll og lograföll. Vaxtarhraði og skilgreining afleiðu. Afleiður nokkrurra algengra falla og diffurreglur. Hagnýting diffurreiknings. Runur og raðir. Vigrar.
Að nemendur:
- Geti notað stærðfræði við lausn verkefna sem tengjast samfélaginu.
- Geti hagnýtt sér vísis- og lograföll.
- Kunni að diffra föll, margfeldi þeirra, kvóta og samsett föll.
- Kunni að finna staðbundin útgildi og beygjuskil.
- Geti notað diffurreikning til að leysa hámörkunarverkefni.
- Skilji samhengið milli runa og raða og t.d. vaxtareiknings.
- Geti leyst einföld dæmi með vigrum.
- Próf í annarlok er 120 mínútur og gildir einkunn í því 90% af lokaeinkunn.
- Nemendur þurfa að skila tveimur verkefnum og gilda þau 5% hvort.
- Nemandi þarf að fá a.m.k. 4,5 á lokaeinkunn til að standast áfangann.
- STÆR3FF05 eftir Þórð G. Möller. Bókin er á pdf formi í kennslukerfinu (Moodle).
- Nemendur þurfa að hafa reiknivél sem ekki getur geymt texta.