Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Stærðfræði, vigrar og hornaföll
Áfanginn er framhald af STÆR 2HJ 05 (eða sambærilegum áfanga), fyrir náttúrufræðibraut og hagfræðilínu viðskiptabrautar. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Vigurhugtakið skilgreint og aðgerðir á vigrum kynntar. Tekin eru dæmi úr rúmfræði þar sem vigurreikningur er notaður s.s. sönnun á hvernig finna má miðpunkt þríhyrnings. Einingarhringurinn er lagður til grundvallar hornaföllum og horn á milli vigra fundið. Ýmsar hornafallareglur kynntar og tengsl hornarfallanna innbyrðis. Sínus- og kósínusreglan fyrir þríhyrninga. Jafna hrings og sporbaugs. Almenna jafna línu og stikun hrings og línu. Ofanvarp punkts á línu. Í lokin er farið í nokkrar gerðir hornafallajafna.
Vigur, samlagning og frádráttur, hallatala, lengd, innfeldi, þvervigur. Miðpunktur striks og miðpunktur þríhyrnings. Einingarhringurinn, bogamál, hornaföll, horn á milli vigra. Hornafallareglur og tengsl hornafallanna innbyrðis. Sínus- og kósínureglan hin meiri. Regla um flatarmál þríhyrnings. Jafna hrings og jafna sporbaugs. Stikun hrings og stikun línu. Ofanvarp punkts á línu.
Að nemendur: