Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Stærðfræði
Unnið er með skýra framsetningu sannana og Latex ritillinn kynntur. Frumsendur rauntalnakerfisins eru kynntar og unnið með þær, samleitni runa og raða skoðað. Eiginleikar og helstu setningar samfelldra og diffranlegra falla skoðaðar. Taylor-margliður reiknaðar fyrir föll og skekkjuliðurinn skoðaður. Lögð er áhersla á nákvæma framsetningu lausna og sannana.
Frumsendur um svið, rauntalnakerfið og eiginleikar þess. Runur, markgildi runu, raðir, samleitni raða, samleitnipróf, hlutfallspróf og rótarpróf. Taylor-margliður, skekkjuliður, Taylor-raðir. Samfelld föll á lokuðum bilum, setning Bolzanso, milligildissetningin, setning Rolles, meðalgildissetningin og setningar um formerki á afleiðum. Sannanir, þrepun, andumhverfa sönnuð, mótsögn, bein sönnun, óbein sönnun.
Að nemendur:
Allt kennsluefni áfangans, þar á meðal kennslubókin, er á rafrænu formi og aðgengilegt í gegnum kennslukerfið (Moodle).