Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Stjörnufræði, himinhvelfingin og jörðin í kosmísku samhengi
Grunnáfangi. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Nokkuð ítarleg umfjöllun um helstu atriði nútíma stjarnvísinda: (1) sólkerfið, myndun þess og þróun; (2) sólin og aðrar sólstjörnur, myndun þeirra, þróun og lokastig (hvítir dvergar, nifteindastjörnur og svarthol); (3) heimur vetrarbrautanna og kortlagning alheimsins, og (4) heimsfræði, upphaf alheims og þróun til vorra daga, örbylgjukliðurinn og myndun frumefnanna, hulduefni, hulduorka og endalok alheims.
Gert er ráð fyrir að nemandi vinni ritgerð eða verkefni um afmarkað efni sem tengist himingeimnum, samkvæmt nánara samkomulagi við kennara.
Ef veður leyfir verður farið í stjörnuskoðun með stjörnusjónauka af stærri gerðinni, út fyrir bæinn.
Himinhvelfing, sólbraut, áttarhorn, hæð, stjörnulengd, stjörnubreidd, háganga, pólstjarna, stjörnumerki, myrkvar, kvartilaskipti. Sjónaukar og stjörnuskoðun. Innra sólkerfið (Merkúríus, Venus, Jörðin, tunglið, Mars), ytra sólkerfið (Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus, Plútó), Kuipersbeltið, Oortsskýið, Smástirnabeltið. Halastjörnur, loftsteinar. Myndun og þróun reikistjarna, reikistjörnuyfirborða og lofthjúpa; loftsteinagígar; myndun tunglsins. Yfirborð sólar og innri gerð; miðja, geislahvolf, iðuhvolf, ljóshvolf, lithvolf, kóróna. Virkni á yfirborði sólar (sólblettir, sólbroddar, sólkyndlar, sólgos). Orkulosun sólar, róteindakeðjan, CNO-hringurinn; He-samruni, myndun þyngri frumefna HR-línuritið, meginröð, risagrein, lárétta grein, efri risagrein, litrófsflokkarnir OBAFGKM, sýndarbirta og reyndarbirta. Þróun sólar og massameiri stjarna; brúnir dvergar. Hvítir dvergar, sprengistjörnur, nifteindastjörnur, svarthol. Vetrarbrautin, flokkun vetrarbrauta og einkenni, þróun vetrarbrauta, þyrpingar vetrarbrauta. Fjarlægðarmælingar. Heimsfræði, þversögn Olbers, Minkowski-myndir, lögmál Hubbles, Miklihvellur, myndun léttra frumefna, örbylgjukliðurinn, COBE, hulduefni, hulduorka, framtíð alheimsins.
Gert er ráð fyrir að nemandi tileinki sér annars vegar helstu staðreyndir um sólkerfi okkar og alheiminn, en öðlist einnig vísi að skilningi á því hvers vegna heimurinn er eins og hann er.
Sér í lagi er reiknað með að nemandi: