STJÓ2LJ05

Stjórnmálafræði, lýðræði og jafnrétti

Grunnáfangi: Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Í áfanganum er fjallað um stjórnmál; kenningar stjórnmálafræðinnar og kenningar um æskilega samfélagsskipan; stjórnmál og stjórnskipan nútímans á Íslandi og að lokum veitt stutt innsýn í alþjóðastjórnmál.

Markmið áfangans er að gera nemendur hæfari til virkrar þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Með því að kynnast stjórnmálum og stjórnskipan og forsendum þeirra og forsögu, verði nemendur færir um að taka afstöðu til mismunandi samfélagshugmynda á eigin forsendum.

  • Stefán Karlsson: Stjórnmálafræði: Stjórnmálastefnur. Stjórnskipan. Alþjóðastjórnmál. Iðnú, Reykjavík 2009.
  • Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (er í kennslukerfinu).