Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Þýska, byrjendaáfangi
Grunnáfangi. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Áfanginn er byrjendaáfangi og flokkast undir A1 skv. evrópska tungumálarammanum. Lögð er aðallega áhersla á 3 af 4 færniþáttum tungumálakennslu: hlustun, lestur, og ritun en tali, þ.e. samskipti milli manna, er minna sinnt í áfanganum þar sem kennari er ekki í munnlegum samskiptum við nemandann í fjarnáminu. Hér verður að treysta á frumkvæði nemandans sjálfs.
Nemendur nota grunnbækur, lesbók og vinnubók. Í lesbók og vinnubók eru fjölmörg verkefni, hlustunaræfingar og myndbönd. Nemendur kynnast landi og þjóð. Skilaverkefni eru fjölmörg og mismunandi eftir því sem á líður náminu.
Markmiðið er að nemandi skilji algeng orð og setningar um sig og fjölskyldu sína ásamt nánasta umhverfi. Einnig að nemandi fái sig knúinn til að æfa framburð, endurtaka orð og setningar og jafnvel taka þátt í einföldum samræðum og skrifa einfalda texta.
Þekking: Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
Hæfni: Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Leikni: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Í lok áfangans er skriflegt próf úr efni áfangans sem gildir á móti vinnu og ástundun nemandans á önninni. Verkefnavinnan gildir aðeins til lokaeinkunnar ef lokapróf er 4,5 eða yfir. Athugið að ef engum verkefnum er skilað er vinnueinkunn 0. Þá getur lokapróf sem er 80% farið niður í 3.6 og er þá fall.