Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Tölvunotkun, ritvinnsla og töflureiknir
Grunnáfangi. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Áfanginn Tölv2RT05 er fyrri áfanginn af tveimur sem kenndir eru í upplýsingatækni og tölvunotkun við Verzlunarskóla Íslands. Í áfanganum er farið vandlega í allar helstu aðgerðir í glærugerðarforritinu PowerPoint, ritvinnsluforritinu Word og töflureikninum Excel.
Í áfanganum er lögð rík áhersla á að nemandi öðlist færni í notkun tölvunnar sem tækis og geti nýtt hana í frekara námi eða starfi. Einnig er lögð áhersla á að nemandi tileinki sér vandvirkni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Að nemandi:
Í kennslubókunum eru leiðbeiningar, æfingar og verkefni til að þjálfa upp notkun forritanna. Í lokin er lokaverkefni sem gildir 70% og skilaverkefni sem gilda 30%. Námsmat:
Til að ná áfanganum og skilaverkefni telji þarf nemandinn að ná 4,5 í lokaverkefninu.
Kennslubækurnar fást hjá kennara áfangans, Sólveigu Friðriksdóttur, í síma 864-2873.
Að auki eru grunnskjöl, ítarlegar leiðbeiningar og myndskeið við verkefnin á vefsíðu kennslubókanna.
Kennslubækur, TÖL2RT05