TÖLV3FG05

Tölvufræði - Forritun II

Áfanginn er tvískiptur, í fyrri hlutanum fá nemendur undirstöðuþjálfun í gagnagrunnsfræði og læra að hanna einfaldan gagnagrunn ásamt því að læra að tengja python forrit við gagnagrunninn. Við munum nota SQLite sem gagnagrunn og kynnast SQL fyrirspurnarmálinu, en SQL er notað til að gera fyrirspurnir og almennt vinna með gögn í vensluðum gagnagrunnum.

Í seinni hlutanum læra nemendur undirstöðuatriði í vefforritun (html, css, javascript, php). Þessi verkfæri, html, css og javascript eru notuð á öllum vefsvæðum á netinu og því áhugavert að fá innsýn inn í virkni þeirra. Einnig munum við læra um php og gagnagrunnstengja vefsíðu. php er eitt margra vefforritunarmála en eitt af því vinsælasta og gerir okkur kleift að gagnagrunnstengja vefsíður og forrita þær að vild.

Markmiðið með áfanganum er að kynna nemendum fyrir tveimur mikilvægum atriðum í nútímaforritun, gagnagrunnum og vefforritun. Hvortveggja eru mjög mikilvæg í nútímahugbúnaði og því gott að fá innsýn inn í virkni þessara verkfæra.

Lögð er mikil áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og mikilvægt er að hafa góðan grunn í python eða öðrum forritunarmálum og áhuga á að læra meira í forritun.

  • 4 skilaverkefni í gagnagrunnum 60%
  • 3 skilaverkefni í vefforritun 40%
  • Lokaverkefnin í gagnagrunnum og vefforritun er skilað í sérstökum skilatíma þar sem nemandi sýnir kennara verkefni sitt og fá spurningar um það.

Rafrænt efni, glærur, ítarefni, upptökur, dæmi frá kennara, gildir um bæði gagnagrunnsfræði og vefforritun.