Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Vorið 2006 útskrifaði Verzlunarskóli Íslands í fyrsta sinn fjarnemanda með stúdentspróf. Þetta var Huld Hákonardóttir og tók hún öll sín próf í sendiráði Íslands í Washington. Eftir stúdentsprófið hóf Huld nám við Háskólann í Reykjavík.
Huld hóf nám við Verzlunarskóla Íslands haustið 2005, en áður hafði hún stundað nám við Menntaskólann í Kópavogi og Fjölbrautaskólann við Ármúla. Þegar hún hóf fjarnám við VÍ, fékk hún allt fyrra nám sitt metið og lauk því sem á vantaði á vorönn 2006. Þá önn tók hún alls 25 einingar með frábærum árangri.
Um námið segir Huld:
Fjarnámið í Verzlunarskólanum var svo jákvætt og uppörvandi og skólinn alltaf tilbúinn til að skoða alla möguleika svo draumur minn um að verða stúdent gæti orðið að veruleika. Aðstaðan var að sjálfsögðu til fyrirmyndar og allir kennararnir voru hjálpsamir og sýndu mér skilning. Þetta ásamt stuðningi frá eiginmanni mínum og fjölskyldu gerði mér mögulegt að ljúka við stúdentsprófið.