Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Fjarkennsla við Verzlunarskóla Íslands í núverandi mynd, hófst haustið 2005.
Spurningin er alls ekki einföld og margir hafa velt því fyrir sér með hvaða hætti kennari getur flutt það sem gerist í kennslustofunni í staðbundnu námi inn í námsumhverfi á netinu. Sumir efast um að það sé hægt og telja að fjarkennsla sé af allt öðrum toga en kennsla þar sem kennari og nemendur eru á sama stað á sama tíma.
Í stuttu máli, þá þarf nemandinn að vita nákvæmlega til hvers er ætlast af honum, hvar hann á að hefjast handa og síðan nokkurn veginn hvernig önnin verður. Kennarinn þarf að stýra nemandanum í gegnum námsefnið, rétt eins og leiðsögumaður sem hleður vörður og vísar með því ferðamanninum veginn.
Kennslukerfið hýsir netskólann og sérhver áfangi sem búinn er til þar er nokkurs konar skólastofa í netheimum. Markmiðið er að hafa skólastofuna lifandi og síbreytilega, þannig að nemandann langi sem oftast að líta þar við. Það er ágætt að setja vikulega inn námsbréf með upplýsingum um það sem á að taka fyrir þá vikuna. Kennsla hefst á þriðjudegi og þá hefst vika 1, væri því ekki upplagt að skrifa nemendum bréf á þriðjudegi og hefja þannig nýja viku? Hver önn er 10 vikur og síðan hefur nemandinn smá tíma til að undirbúa sig fyrir próf.
Það sem þarf að vera í kennslukerfinu daginn sem kennsla hefst er:
Á vorönn 2008 var í fyrsta sinn gert mat á gæðum fjarnámsáfanga, en það gerðu kennarar með svo kölluðu Jafningjamati.
Jafningjamat, lýsing á vinnuferli.
jafningjamat byggt á vettvangsheimsóknum.
Gátlisti.
Matsblað.
Aðferð við að velja saman áfanga og gesti sem heimsækja þá.
Jafningjamat, niðurstöður.
Á haustönn 2008 var könnun um gæði fjarnáms og fjarkennslu lögð fyrir nemendur í fyrsta sinn. Skýrslu með niðurstöðum á haustönn 2008 er hægt að skoða með því að smella hér.
Á vorönn 2009 var könnun um gæði fjarnáms og fjarkennslu lögð fyrir nemendur í annað sinn. Skýrslu með niðurstöðum á vorönn 2009 er hægt að skoða með því að smella hér.
Á vorönn 2010 stóð Menntamálaráðuneyti fyrir könnun á gæðum fjarnáms og fjarkennslu. Skýrsluna er hægt að nálgast á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis, sjá hér.
Á haustönn 2016 var könnun um gæði fjarnáms og fjarkennslu lögð fyrir nemendur og hægt er að skoða niðurstöður með því að smella hér.
Blásið til sóknar, 29. janúar 2020. Dagskrá dagsins.
Gæðahandbók fjarkennslu, efni hennar er: