Mat á gæðum fjarnáms VÍ

Fjarkennsla við Verzlunarskóla Íslands í núverandi mynd, hófst haustið 2005.

Spurningin er alls ekki einföld og margir hafa velt því fyrir sér með hvaða hætti kennari getur flutt það sem gerist í kennslustofunni í staðbundnu námi inn í námsumhverfi á netinu. Sumir efast um að það sé hægt og telja að fjarkennsla sé af allt öðrum toga en kennsla þar sem kennari og nemendur eru á sama stað á sama tíma.

Í stuttu máli, þá þarf nemandinn að vita nákvæmlega til hvers er ætlast af honum, hvar hann á að hefjast handa og síðan nokkurn veginn hvernig önnin verður. Kennarinn þarf að stýra nemandanum í gegnum námsefnið, rétt eins og leiðsögumaður sem hleður vörður og vísar með því ferðamanninum veginn.

Kennslukerfið hýsir netskólann og sérhver áfangi sem búinn er til þar er nokkurs konar skólastofa í netheimum. Markmiðið er að hafa skólastofuna lifandi og síbreytilega, þannig að nemandann langi sem oftast að líta þar við. Það er ágætt að setja vikulega inn námsbréf með upplýsingum um það sem á að taka fyrir þá vikuna. Kennsla hefst á þriðjudegi og þá hefst vika 1, væri því ekki upplagt að skrifa nemendum bréf á þriðjudegi og hefja þannig nýja viku? Hver önn er 10 vikur og síðan hefur nemandinn smá tíma til að undirbúa sig fyrir próf.

Það sem þarf að vera í kennslukerfinu daginn sem kennsla hefst er:

  1. Nákvæm námsáætlun. (Notum orðið námsáætlun í fjarkennslu en ekki orðið kennsluáætlun.) Þar þarf að koma fram:
    • Upplýsingar um námsgögn, hvaða bækur nemandinn á að kaupa og hvar þessar bækur fást.
    • Upplýsingar um námsmat. Hvað gildir lokaprófið mikið af lokaeinkunn og hvað gilda verkefnin mikið. Hversu mörg verkefni á nemandinn að gera og hvenær á hann að skila þeim.
    • Vikuáætlun þar sem námsefninu er skipt niður á 10 vikur. Tiltakið nákvæmlega hvað nemandinn á að lesa í viku hverri, hvaða verkefni hann á að gera og hvenær hann þarf að skila þeim. Nóg er að hafa vikuáætlun fyrir 1. vikuna tiltæka þegar kennsla hefst.
    • Setjið þessar upplýsingar í kennslukerfið:
      • Sem skjal ofarlega í áfanganum, því það er gott fyrir nemandann að hafa þetta á vísum stað, sumir prenta þetta út og merkja við það sem þeir eru búnir með.
      • Sendið bréf í umræður og kynnið áfangann á sama hátt og þið gerið í fyrstu kennslustund í dagskólanum. Hvetjið nemendur til að kaupa námsgögn sem fyrst og hefjast handa. Þarna má smygla með smá námstækni. Biðjið nemandann að senda inn fyrirspurnir ef eitthvað er óljóst. Setjið þetta frekar í umræður en póst því nemendur eiga eftir að tínast inn smátt og smátt og ef þið setjið þetta í póst fá aðeins þeir nemendur bréfið sem verða komnir inn á fyrsta degi annar.
      • Skráið í dagatalið hvað á að gera í viku hverri. Daginn sem kennsla hefst er gott að setja: 1. vika hefst og síðan upplýsingar um hvað á að lesa og hvaða verkefni á að gera. Viku seinna setjum við svo: 2. vika hefst og tíundum lesefni og verkefni. Þarna skrifum við í símskeytastíl.
      • Notið tilkynningar sem oftast til að koma skilaboðum til nemenda um hvað honum beri að gera.
      • Skrifið efst á forsíðuna mikilvægar upplýsingar. Þessi boðleið til nemenda hefur reynst hvað árangursríkust.
  1. Kynningarbréf, þar sem þið kynnið ykkur fyrir nemendum og biðjið þá að kynna sig fyrir hópnum. Tilgangurinn með þessu er að mynda nokkurs konar bekkjarbrag í námsumhverfinu og það er fínt að nemendur fái tilfinningu fyrir samnemendum sínum. Gott fyrir framhaldið ef mannskapurinn fæst til að tjá sig strax í upphafi. Til að fá þau til að tjá sig er ágætt ef þið skrifið eitthvað um áhugamál ykkar, því þá fá þau þráð til að spinna út frá. Hvernig væri nú að setja mynd af sér í kennslukerfið, ljósmynd, eða upptöku.
  2. Námsefni á rafrænu formi sem er nauðsynlegt fyrir nemandann í fyrstu vikunni.

  • Sömu kröfur eiga að gilda í sömu áföngum dagskóla og fjarnáms, námsefni á að taka mið af námsefni dagskóla og lokapróf eiga að vera sambærileg.
  • Við þurfum að tryggja gæði fjarnámsáfanga til jafns á við áfanga dagskólans.
  • Skýrsla stefnumótunarhóps um fjarnám, sjá hér.
  • Einkunnarorð fjarnámsins okkar eru:
    • Skipulag: Kennarinn þarf að skipuleggja námið fyrir nemandanum, hann er fararstjórinn sem vísar veginn og hleður vörðurnar.
    • Samskipti: Nemandinn þarf að finna að kennarinn er til staðar og styður hann í námsferlinu.

Á vorönn 2008 var í fyrsta sinn gert mat á gæðum fjarnámsáfanga, en það gerðu kennarar með svo kölluðu Jafningjamati.

Jafningjamat, lýsing á vinnuferli.

jafningjamat byggt á vettvangsheimsóknum.

Gátlisti.

Matsblað.

Aðferð við að velja saman áfanga og gesti sem heimsækja þá.

Jafningjamat, niðurstöður.

Á haustönn 2008 var könnun um gæði fjarnáms og fjarkennslu lögð fyrir nemendur í fyrsta sinn. Skýrslu með niðurstöðum á haustönn 2008 er hægt að skoða með því að smella hér.

Á vorönn 2009 var könnun um gæði fjarnáms og fjarkennslu lögð fyrir nemendur í annað sinn. Skýrslu með niðurstöðum á vorönn 2009 er hægt að skoða með því að smella hér.

Á vorönn 2010 stóð Menntamálaráðuneyti fyrir könnun á gæðum fjarnáms og fjarkennslu. Skýrsluna er hægt að nálgast á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis, sjá hér.

Á haustönn 2016 var könnun um gæði fjarnáms og fjarkennslu lögð fyrir nemendur og hægt er að skoða niðurstöður með því að smella hér.

Blásið til sóknar, 29. janúar 2020. Dagskrá dagsins.

  • Vinnustofur: Komdu í heimsókn.
  • Hópavinna.
    • Hvað einkennir góðan fjarnámsáfanga, sjá samantekt.
    • Hvaða tæki og tól þurfum við að hafa bæði í fjarnámi og dagskóla til þess að koma námsefni á rafrænt form, sjá samantekt.
  • Einkunnarorð fjarnámsins okkar eru: Skipulag – Samskipti – Sköpun.
    • Skipulag: Kennarinn þarf að skipuleggja námið fyrir nemandanum, hann er fararstjórinn sem vísar veginn og hleður vörðurnar.
    • Samskipti: Nemandinn þarf að finna að kennarinn er til staðar og styður hann í námsferlinu.
    • Sköpun: Verkefnin þurfa að virkja sköpunargleði nemandans og kennslan og námsefnisgerðin að virkja sköpunargleði kennarans líka.

  • Gæðastaðall fjarnáms unninn með þátttöku allra fjarkennara.
  • Aðgerðaáætlunin:
    • 1. feb: Gátlisti fyrir fjarnámsáfanga sendur út. Kennarar nýta hann til að skoða og meta áfanga sína.
    • 11. feb: Könnun send fagstjórum varðandi hvort námsefni dagskóla- og fjarámsáfanga sé sambærilegt. Fjarnámsstjóri tekur saman upplýsingar.
    • 15. feb: Könnun út frá gátlistunum send kennurum. Gæðastjóri tekur saman upplýsingar, sjá hér.
    • 23. feb: Skólaþróunarfundur um fjarnám, dagskrá.
    • Mars og apríl: Fjarnámsstjóri vinnur drög að gæðastali fjarnáms og leggur fyrir gæðateymi, fjarkennara og fagstjóra.

Gæðahandbók fjarkennslu, efni hennar er:

  • Stefna skólans með fjarkennslu.
  • Gæðastaðall fjarkennslu.
  • Gátlisti fyrir fjarnámsáfanga.