Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Einkunnarorð fjarnámsins eru:
Samskipti – Skipulag – Sköpun
Hægt er að taka verslunarpróf og stúdentspróf af flestum brautum Verzlunarskóla Íslands í fjarnámi. Sjá nánar um stúdentspróf.
Til að fá nánari upplýsingar um fjarnámið er best að senda tölvupóst til kennslustjóra fjarnáms, Hólmfríði Knútsdóttur á netfangið fjarnam@verslo.is. Öllum bréfum er svarað innan sólarhrings. Einnig er hægt að hringja á skrifstofutíma, beint númer er 5 900 635.
Hverri önn er skipt niður í 10 vikur og fá nemendur námsáætlun fyrir hverja viku. Mikilvægt er að vinna efni jafnt og þétt í samræmi við námsáætlun og virða skilafrest verkefna. Nemendur geta þó unnið efnið á sínum hraða á hverri önn, aðalatriðið er að vera búinn að öllu í annarlok.
Kennt er á þremur önnum á ári: Vorönn, sumarönn og haustönn.
Á vefsíðu fjarnámsins er lýsing á hverjum áfanga , þar sem fram kemur:
Nemandi, sem skráir sig í fjarnám, greiðir 7.200 krónur í innritunargjald, óháð einingafjölda. Auk þess greiðir hann krónur 3.600 fyrir hverja námseiningu sem hann innritar sig í. Nemendur í dagskóla Versló greiða aðeins kennslugjald sem er 3.600 kr per einingu. Sjá nánar um námsgjöld.
Próftökugjald er ekkert ef próf er tekið í Verzlunarskólanum. Óski nemandi eftir því að taka prófið annars staðar, t.d. í sendiráði eða í menntastofnun á búsetusvæði sínu, gæti hann þurft að greiða próftökugjald á viðkomandi stað. Gjaldið er mismunandi og ákveðið af ábyrgðarmanni á próftökustað. Algengt gjald er kr. 0 – 5.000 krónur.
Verzlunarskóli Íslands er framsækinn skóli þegar kemur að námsframboði. Með því að bjóða upp á öflugt fjarnám kemur Verzlunarskólinn til móts við stóran hóp nemenda sem þarf ákveðinn sveigjanleika í sínu námi. Hér má skoða Fjarnámsstefnu VÍ
Allir áfangar í fjarnámi við skólann eru kenndir í kennslukerfinu Moodle. Kennslukerfið er nokkurs konar skóli í netheimum, þar sem hver áfangi á sér samastað. Nemendur komast þar í samband við kennara áfangans og samnemendur. Þar eru vistuð ýmis námsgögn, svo sem textar, hljóðskrár, myndbandsskeið, námsáætlanir, gagnvirk verkefni og fleira.
Í sérhverjum áfanga er að finna:
Kennslan fer fram í kennsluumhverfi á netinu sem nefnist Moodle ( http://moodle.www.verslo.is/). Í Moodle er hver áfangi með sitt svæði, nokkurs konar kennslustofu í netheimum, þar sem nemandi er í tengslum við kennara sinn og aðra nemendur.
Í Moodle hefur kennarinn sett inn það efni sem nemandinn þarf til námsins, svo sem:
Í kennslukerfinu er hægt að senda póst til kennara og samnemenda, taka þátt í umræðum og spjalli. Kennarar svara öllum fyrirspurnum innan tveggja virkra sólarhringa.
Sjá nánar hér um áfanga í boði, dagatal, fjarnámspróf og prófstaði og námsgjöld.
Lokapróf verða í lok hverrar annar. Lokapróf á haustönn eru í desember, lokapróf á vorönn eru í maí og lokapróf á sumarönn eru í ágúst.
Hægt er að taka lokapróf í heimabyggð nemenda út um allan heim.
Sambærilegar kröfur eiga að gilda í sömu áföngum dagskóla og fjarnáms, námsefni á að taka mið af námsefni dagskóla og lokapróf eiga að vera sambærileg.
Mat á gæðum fjarnáms fer fram einu sinni á ári og leitast skólinn við að bæta starfsemina út frá niðurstöðum sem þar fást. Kannanir á fjarnáminu hafa verið gerðar þrisvar; fyrst með jafningjamati á vorönn 2008 þar sem fjarnámskennarar skoðuðu og mátu áfanga hver hjá öðrum. Síðan hafa verið gerðar þrjár nemendakannanir; sú fyrsta á haustönn 2008 önnur á vorönn 2009 og sú síðasta haustið 2016. Á vorönn 2010 stóð mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir úttekt á fjarkennslu í framhaldsskólum og var VÍ einn þriggja skóla sem könnunin náði til. Sjá nánar um gæðastarf í tengslum við fjarkennslu skólans.
Námsefni er margskonar, svo sem:
Fjarnemendum stendur til boða öll stoðþjónusta skólans, en þar undir fellur: